Sport

Aníta fékk mikið áhorf á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aníta fagnar sigri á HM U17 í Donetsk.
Aníta fagnar sigri á HM U17 í Donetsk. Nordic Photos / Getty Images
Áhorf á EM U19 í Rieti á Ítalíu mældist mjög hátt á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá evrópska frjálsíþróttasambandinu.

Áhorf á Íslandi var það fjórða hæsta í Evrópu en samanlagt fylgdust 17 þúsund manns með útsendingum frá mótinu hér á landi. Þar af horfðu 12 þúsund á beina útsendingu og fimm þúsund hlóðu niður myndskeiðum.

Sjálfsagt má rekja þennan mikla áhuga Íslendinga til árangurs Anítu Hinriksdóttur sem sigraði í 800 m hlaupi á mótinu en hún var þá nýkrýndur heimsmeistari sautján ára og yngri.

Mótið fékk aðeins meira áhorf í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni - margfalt fjölmennari þjóðum en Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×