Sport

Helgi heimsmeistari í Lyon | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Jónsson, þjálfari Helga, fagnar heimsmeistaranum þegar úrslitin voru ljós.
Kári Jónsson, þjálfari Helga, fagnar heimsmeistaranum þegar úrslitin voru ljós. Myndir/Íþróttasamband fatlaðra
Spjótkastarinn Helgi Sveinsson varð í kvöld heimsmeistari í flokki F42 á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Lyon. Helgi vann dramatískan níu sentimetra sigur á Ólympíumeistaranum frá Kína, Yanlong Fu.

Það var að vonum stór stund þegar Helgi áttaði sig á því að heimsmeistaratitillinn var hans. Hann átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum í samtali við Vísi í kvöld.

Það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér líður. Þetta er einhver endaleysa í hausnum á mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja," sagði Helgi í samtali við Vísi í kvöld.

Íþróttasamband fatlaðra birti í kvöld myndir á heimasíðu sinni sem teknar voru af Helga í Lyon í kvöld. Myndirnar má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

"Þetta var algjör túrbódagur"

"Það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér líður. Þetta er einhver endaleysa í hausnum á mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja," segir nýkrýndur heimsmeistari í spjótakasti Helgi Sveinsson.

Helgi heimsmeistari í spjótkasti

Helgi Sveinsson tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í spjótkasti karla í flokki F42 á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Lyon í Frakkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×