Sport

Matthildur sjöunda í langstökki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthildur Ylfa í keppninni í morgun.
Matthildur Ylfa í keppninni í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti í langstökki á HM fatlaðra í Lyon í Frakklandi er hún stökk 3,87 m. Matthildur keppir í fötlunarflokki F37.

Íslandsmet hennar í greininni er 4,28 m og var Matthildur því nokkuð frá sínu besta í morgun. Heimsmeistari varð Margarita Goncharova frá Rússlandi með stökk upp á 4,94.

Besta stökk Matthildar var strax í fyrstu atrennu en hún náði ekki að bæta sig í næstu fimm stökkum. Íslandmet hennar hefði dugað í verðlaunasæti í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×