Sport

Arna Stefanía vann á nýju meti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, bætti í dag eigið aldursflokkamet í 100 m grindahlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri.

Arna Stefanía hljóp á 14,11 og bætti metið sem hún setti á EM 19 ára og yngri fyrr í mánuðinum um þrjá hundraðshluta úr sekúndu.

Hún er átján ára gömul en metið hennar er í stúlknaflokki, 18-19 ára.

Önnur varð Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK, á 14,45 sekúndum og Sveinbjörg Zophaníasdóttir þriðja. Allar eru sjöþrautarkonur.

Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í greininni er 13,18 sekúndur og var það sett árið 1996.

Einnig var keppt í 110 m grindahlaupi karla í morgun. Þar hafði Ólafur Guðmundsson sigur á 15,92 sekúndum.

100 m grindahlaup:

1. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 14,11 sek.

2. Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK 14,45 sek.

3. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 14,64

110 m grindahlaup karla:

1. Ólafur Guðmundsson, HSK 15,92

2. Helgi Björnsson, ÍR 15,98

3. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki 15,98




Fleiri fréttir

Sjá meira


×