Sport

Hilmar Örn nærri sæti í úrslitum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hilmar Örn Jónsson.
Hilmar Örn Jónsson. Mynd/Helgi Björnsson
Hilmar Örn Jónsson, kastari úr ÍR, var 52 sentimetrum frá því að tryggja sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á HM 17 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Úkraínu í morgun.

Hilmar Örn kastaði 5 kg sleggjunni 70,98 metra og hafnaði í 17. sæti undankeppninnar. Tólf efstu keppendurnir og þeir sem köstuðu lengra en 71,50 komust í úrslit.

Lengsta kastið átti Tshepang Makhethe frá Suður-Afríku upp á 74,97 metra sem er hans besti árangur. Íslandsmet Hilmars Arnar frá því fyrr í sumar, 73,95 metrar, hefði skilað honum í sjötta sæti undankeppninnar.

Ásgerður Jana Ágústsdóttir úr UFA kastaði 12,99 metra í kúluvarpi með 3 kg kúlu og hafnaði í 52. sæti undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×