Ólympíufarar sameina krafta sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 11:45 Mynd/anton „Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18. Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira