Þetta var erfiður hálftími Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 17:19 "Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sjá meira
"Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sjá meira