Sport

Sjöþrautarstúlkur láta að sér kveða

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ásgerður í hástökki
Ásgerður í hástökki Mynd/Frjálsíþróttadeild ÍR
Íslensk ungmenni eru í eldlínunni á Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum ungmenna í frjálsum íþróttum um helgina. Ásgerður Jana Ágústsdóttir hefur lokið leik í sjöþraut á HM 17 ára og yngri þar sem hún hafnaði í 34. sæti.

Miklu munaði um að Ásgerður Jana gerði ógilt í öllum köstum í spjótkasti en hún bætti sinn besta árangur í síðustu greininni, 800 metra hlaupi.

María Rún Gunnlaugsdóttir og Sveinbjörg Zophoníasdóttir hafa lokið fyrri degi í sjö þraut á Evrópumeistaramóti 20 til 22 ára sem fram fer á Tampere. Sveinbjörg er með 3287 stig eða 16 stigum meira en þegar hún náði sínum besta árangri. María Rún er með 8 stigum meira en þegar hún náði sínum besta árangri, 3118 stig.

Sveinbjörg er í 13. sæti og María Rún í 18. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×