Enski boltinn

Pepe gæti verið á leiðinni til City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pepe í leik með Real Madrid. Er ólátabelgurinn á leiðinni í ensku deildina.
Pepe í leik með Real Madrid. Er ólátabelgurinn á leiðinni í ensku deildina. Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Manchester City er að leggja drög að tilboðið í Pepe frá Real Madrid.

Þessi 30 ára varnarmaður hefur ekki alltaf verið sá prúðasti á knattspyrnuvellinum og fékk til að mynda tíu leikja bann árið 2009 fyrir brjálæðislega hegðun í leik gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni.

Pepe sparkaði í Javier Casquero, markvörð Getafe,  og  kýldi Juan Albin leikmann liðsins.

Manuel Pellegrini, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhuga á að klófesta Portúgalann en verðmiðinn mun vera 20 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×