Innlent

Ekki óeðlileg handtaka

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna
Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumaður hafi beitt viðurkenndum aðferðum þegar ung kona var handtekin í miðborginni um helgina.

Myndband sem sýnir lögreglumann handtaka konu á Laugaveginum um helgina hefur vakið mikla athygli og hefur lögreglan verið gagnrýnd fyrir að beita óþarfa harðræði.

Ríkissaksóknari hefur málið nú til rannsóknar og hefur lögregumaðurinn verið leystur tímabundið frá störfum.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að lögreglumaðurinn hafi ekki gengið of langt.

"Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til," segir Snorri. "Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella."

Snorri gagnrýnir að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð. Hann segir að lögreglumenn verði ítrekað fyrir áreiti í miðborginni um helgar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×