Körfubolti

Þið sem fóruð megið vera áfram heima hjá ykkur

Chris Bosh.
Chris Bosh.
Chris Bosh, leikmaður Miami Heat, er brjálaður út í þá stuðningsmenn Miami sem létu sig hverfa á ögurstundu í sjötta leiknum gegn San Antonio Spurs um NBA-meistaratitilinn. Þeir misstu af frábærri endurkomu Heat.

"Þið sem létuð ykkur hverfa í sjötta leiknum getið sleppt því að mæta á oddaleikinn í kvöld. Við viljum aðeins hafa fólk í stúkunni sem er til í að standa við bakið á okkur. Þetta fólk gafst upp á okkur og það getur bara horft á leikinn heima hjá sér," sagði Bosh reiður.

Einhverjir reyndu að snúa til baka er þeir fréttu af endurkomunni en þeim var ekki hleypt aftur inn í húsið. Það er bannað samkvæmt reglum.

"Meira að segja ég vissi af þessari reglu. Það er fáranlegt að fara og koma aftur."

Oddaleikur liðanna hefst klukkan eitt í nótt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

NBA

Tengdar fréttir

Fjöldi stuðningsmanna Miami missti af endurkomunni

Leikur Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitum NBA-deildarinnar í gær var lyginni líkastur. Því miður misstu margir, svartsýnir stuðningsmenn Heat af dramatíkinni í lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×