Innlent

Kambarnir skildu að tvö fremstu liðin í Wow Cyclothon

Finnur Thorlacius skrifar
WOW karlar, BikeCompany, Marel & Össur að massa kambana í morgun!
WOW karlar, BikeCompany, Marel & Össur að massa kambana í morgun!
Fyrstu liðin hafa nú skilað sér í mark í Wow Cyclothon keppninni þar sem hjólað er hringinn í kringum landið. Mikil spenna var í lok keppninnar milli tveggja fremstu liða. Þau fylgdust að fram að Kömbunum en þá skildi leiðir, þó ekki meira en svo að aðeins 4 mínútur skildu liðin að við endamark.

Sigurvegari keppninnar var liðið Team IT en í öðru sæti voru Synir Helga. Tími Team IT var 41 klukkutími og 3 mínútur, en tími Sona Helga 41:07. Fjögur lið til viðbótar skiluðu sér svo saman í 3.-6. sæti, Wow Karlar, BikeKompany, Marel og Össur og var tími þeirra 41:51. 

„WOW hvað þetta var hrikalega gaman! 1332 km a 41 klst. 55 min! Brilliant félagsskapur og þvílík gleði!“ skrifar Skúli Mogensen, forstjóri Wow á Facebook-síðu sína.

Alls hafa safnast ríflega 3,9 milljónir í áheit í keppninni til styrktar Barnaheilla. Á Facebook-síðu Wow Cyclothon má finna nánari upplýsingar og myndir af keppninni.



Nokkrar myndir af lokakafla keppninnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×