Körfubolti

Cavaliers valdi Anthony Bennett í nýliðavalinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anthony Bennett tekur hér í höndina á David Stern.
Anthony Bennett tekur hér í höndina á David Stern. Mynd / Getty Images
Nýliðavalið í NBA-deildinni fór fram í nótt en valið í ár er talið eitt mest óspennandi í áratug.

Cleveland Cavaliers hafði dottið í lukkupottinn og var með fyrsta valrétt í gær.

Liðið tók óvænta ákvörðun og valdi Anthony Bennett frá Nevada-háskólanum í Las Vegas en Bennett er fyrsti kanadíski leikmaðurinn í sögunni sem er valinn fyrstur í nýliðavalinu.

Leikmaðurinn er aðeins tvítugur að aldri og hefur aðeins verið eitt ár í Háskólaboltanum.

Bennett gerði 16,1 stig og tók 8,1 fráköst að meðaltali í vetur.

Tíu efstu í nýliðavalinu:

1. Anthony Bennett, Cleveland

2. Vic Oladipo, Orlando

3. Otto Porter, Washington

4. Cody Zeller, Charlotte

5. Axel Len, Phoenix

6. Nerlens Noel, New Orleans

7. Ben McLemore, Sacramento

8. Caldwell Pope, Detroit

9. Trey Burke, Minnesota

10. CJ McCollum, Portland



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×