Fótbolti

Edda ekki valin í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán

Hvorki Edda Garðarsdóttir né Sif Atladóttir eru í íslenska landsliðshópnum sem mæta Dönum í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Svíþjóð í sumar.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, valdi í dag 20 leikmenn fyrir verkefnið en auk Eddu og Sifjar detta fimm leikmenn úr hópnum sem mætti Skotum í æfingaleik hér á landi fyrir skömmu.

Sif hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu og óvíst hvort hún verði orðin leikfær þegar að EM hefst í næsta mánuði.

Edda er hins vegar heil en Sigurður Ragnar sagði að hann vildi gefa henni frí frá þessu verkefni. „Við vildum prófa aðra leikmenn í hennar stöðu,“ sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundi í dag.

Að þessu sinni koma þær Guðný Björk Óðinsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir og nýliðarnir Anna Björk Kristjánsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir inn í liðið. Anna Björk leikur með Stjörnunni og Guðmunda með Selfossi.

Elísa Viðarsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna María Baldursdóttir detta allar út úr hópnum sem er þannig skipaður:

Katrín Jónsdóttir, Umeå

Þóra Björg Helgadóttir, Malmö

Dóra María Lárusdóttir, Val

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Chelsea

Sara Björk Gunnarsdóttir, Malmö

Katrín Ómarsdóttir, Liverpool

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Hallbera Guðný Gísladóttir, Piteå

Fanndís Friðriksdóttir, Kolbotn

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad

Dagný Brynjarsdóttir, Val

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Avaldsnes

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Arna-Björnar

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni

Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×