Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:23 Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira