Fótbolti

Tilfinningaþrungin stund á Nývangi | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Eric Abidal var formlega kvaddur eftir 4-1 sigur Barcelona á Osasuna í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gær.

Abidal er 33 ára varnarmaður sem greindist með krabbamein í lifur fyrir tveimur árum síðan. Hann náði þó að vinna bug á meininu eftir að hafa farið í lifraígræðslu.

Í vikunni var tilkynnt að hann fengi ekki framlengingu á samningi sínum og var leikurinn í gær því hans síðasti í treyju Börsunga. Abidal kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

Hann kom til félagsins árið 2007 og spilaði meira en 200 leiki fyrir félagið. Á þeim tíma vann hann alla titla sem í boði voru fyrir félagið og var þar að auki valinn besti varnarmaður spænsku úrvalsdeildarinnar árið 2011.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá kveðjustund Abidal á Nývangi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×