Körfubolti

Níu milljóna sekt fyrir orðbragð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roy Hibbert.
Roy Hibbert. Nordicphotos/Getty

Roy Hibbert, miðherji Indiana Pacers, hefur verið sektaður um 75 þúsund dali jafnvirði níu milljóna íslenskra króna fyrir orðaval sitt á blaðamannafundi.

Hibbert fór á kostum með Indiana í sigri á Miami Heat í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar á laugardagskvöldið. Liðin mætast í sjöunda og síðasta skiptið í Miami í nótt þar sem í ljós kemur hvort liðið mætir San Antonio Spurs í úrslitaeinvígi deildarinnar.

Sekt Hibbert var tvíþætt. Annars vegar notaði hann orðasambandið „no homo" til þess að lýsa varnartilburðum sínum gagnvart LeBron James. Þannig var Hibbert að koma því til skila að þótt hann hefði verið ágengur í varnarleik sínum væri hann ekki samkynhneigður.

„Ég notaði slangur sem er hvorki við hæfi í einkalífi mínu eða opinberlega og á klárlega ekki heima í sjónvarpi," sagði Hibbert í yfirlýsingu um orðaval sitt.

Þá notaðist Hibbert við ófagurt orðbragð til að lýsa íþróttafréttamönnum.

„Þótt Roy hafi beðist afsökunar sem er vafalítið einlæg þá er nauðsynlegt að sekt hann til að sýna að orðaval sem þetta verði ekki liðið í NBA," sagði David Stern framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í yfirlýsingu.

NBA

Tengdar fréttir

Indiana knúði fram oddaleik

Indiana Pacers skellti Miami Heat 91-77 í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Indiana lagði grunninn að sigrinum með frábærum varnarleik, ekki síst í þriðja leikhluta.

Grant Hill leggur skóna á hilluna

Grant Hill sem lék með Los Angeles Clippers í NBA í vetur tilkynnti í nótt að hann hyggist hætta í körfubolta nú í sumar eftir 19 ára feril.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×