Íslenski boltinn

Aldís Kara ökklabrotnaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Töluverð meiðsli herja á herbúðir Pepsi-deildarliðs Breiðabliks sem beið lægri hlut gegn FH í gærkvöldi.

Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Björk Gunnarsdóttir, framherjar liðsins, meiddust báðir í sigurleik gegn Aftureldingu á dögunum. Aldís Kara ökklabrotnaði og verður frá keppni að minnsta kosti fram yfir lokakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Meiðsli Bjarkar eru ekki jafnalvarleg.

Miðverðirnir Guðrún Arnardóttir og Guðrún Erla Hilmarsdóttir hafa enn ekkert leikið með Blikum í sumar vegna meiðsla. Guðrún Arnardóttir á enn nokkuð í land en Guðrún Erla hefur æft með liðinu og nálgast endurkomu.

Blikar urðu svo fyrir enn einu áfallinu í leiknum í gær þegar markvörðurinn Birna Kristjánsdóttir fór meidd af velli. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðsli Birnu eru.

Allt það helsta úr viðureign FH og Breiðabliks frá því í gærkvöldi má sjá í myndbandinu að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×