Fótbolti

Bayern verðmætasta vörumerkið í boltanum

Robben fagnar sigri í Meistaradeildinni.
Robben fagnar sigri í Meistaradeildinni.

Bayern München heldur áfram að vinna frækna sigra en félagið er nú orðið verðmætasta vörumerkið í fótboltaheiminum. Bayern hefur velt Man. Utd af stalli úr toppsætinu.

Það er Brand Finance sem stendur fyrir matinu en vörumerkið Bayern er nú metið á 570 milljónir punda.

Man. Utd er í öðru sæti eins og áður segir en Real Madrid og Barcelona koma þar á eftir. Í næstu sætum eru Chelsea, Arsenal, Liverpool og Man. City.

AC Milan er verðmætasta ítalska félagið en nær samt aðeins tíunda sæti á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×