Fótbolti

Matthías og Guðmundur kjöldregnir á heimavelli

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Matthías Villhjálmsson í leik með Start.
Matthías Villhjálmsson í leik með Start.

Matthías Villhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson voru báðir í byrjunarliði Start sem beið afhroð á heimavelli gegn Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 0-6 sigur Strømsgodset. Staðan var 0-4 í hálfleik.

Matthíasi var skipt útaf í hálfleik en Guðmundur lék allan leikinn. Hvorki gekk né rak hjá Start í leiknum. Staðan var 0-4 eftir aðeins 38. mínúta leik þegar Glenn Andersson skoraði sjálfsmark. Það leit út fyrir að Start myndi ná að minnka muninn þegar hálftími var eftir af leiknum. Þá fékk liðið vítaspyrnu og leikmanni Strømsgodset var vikið af velli með rautt spjald. Espen Hoff, leikmaður Start, misnotaði hins vegar vítaspyrnuna.

Þrátt fyrir að vera leikmanni færri tókst Strømsgodset að bæta við tveimur mörkum áður en leikurinn var úti. Start er með 12 stig úr 11 leikjum. Strømsgodset situr á toppi deildarinnar með 26 stig úr 11 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×