Körfubolti

Yngvi snýr aftur í kvennaboltann - tekur við KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yngvi Gunnlaugsson
Yngvi Gunnlaugsson Mynd/Stefán

Yngvi Gunnlaugsson verður næsti þjálfari KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta og mun hann taka við starfi Finns Stefánssonar sem tekur við karlaliðinu. Þetta kemur fram á karfan.is

Yngvi snýr því aftur í kvennaboltann en hann gerði Haukakonur að Íslandsmeisturum árið 2009 og þjálfaði bæði karla og kvennalið Vals veturinn 2010-2011.

Yngvi hefur þó áður komið að málum hjá KR því hann var aðstoðarþjálfari Ara Gunnarssonar hjá kvennaliðinu hluta af vetrinum 2011-12 og hefur þjálfað í yngri flokkum félagsins undanfarin tvö tímabil.

KR-liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili en tapaði þar 1-3 á móti Keflavík.

„Ég tek við mjög góðu búi og líst vel á hópinn. Vonandi verðum við með svipað lið og í fyrra,“ sagði Yngvi í samtali við karfan.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×