Sport

Aníta fékk fyrsta gull Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aníta ásamt Ívari Kristni Jasonarsyni við komuna til Lúxemborg.
Aníta ásamt Ívari Kristni Jasonarsyni við komuna til Lúxemborg. Mynd/ÍSÍ

ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi á Smáþjóðleikunum í dag.

Aníta kom í mark á tímanum 2:04,60 mínútur en hún á best 2:03,15 mínútur. Aníta átti besta tíma þeirra keppenda sem skráðir voru til leiks.

Þetta eru fyrstu Smáþjóðaleikar Anítu og ekki ónýtt hjá hlaupakonunni bráðefnilegu að vinna gull í fyrstu atrennu.

Snorri Sigurðsson úr ÍR hafnaði í 4. sæti í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1:54,00 mínútur. Hann á best 1:51,40 mínútur og var því nokkuð frá sínu besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×