Fótbolti

Hoffenheim á enn möguleika á að bjarga sér frá falli.

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Salihovic þrumar seinna vítinu í netið.
Salihovic þrumar seinna vítinu í netið. Mynd/Nordic Photos/Getty

Hoffenheim vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar sem leikinn var í dag. Liðið á því enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Hoffenheim var í 17. og næst neðsta sæti deildarinnar fyrir síðustu umferðina og ekki blés byrlega fyrir liðinu þegar Robert Lewandowski skoraði fyrir Dortmund á 6. mínútu.

Sejad Salihovic jafnaði metin úr vítaspyrnu á 77. mínútu og tveimur mínútum síðar var Roman Weidenfeller rekinn af leikvelli.

Hoffenheim nýtti sér liðsmuninn til fullnustu og skoraði Salihovic aftur úr vítaspyrnu á 81. mínútu og tryggði Hoffenheim sæti í umspili um síðasta lausa sæti úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð en Fortuan Düsseldorf sem tapaði 3-0 yfir Hannover 96 fellur með SpVgg Greuther Furth.

Bayern Munchen hafði fyrir nokkru síðan tryggt sér þýska meistaratitilinn og lauk tímabilinu með góðum 4-3 sigri á Borussia Monchengladbach þar sem Bayern var 3-1 undir eftir tíu mínútna leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×