Körfubolti

Teitur heldur áfram með Stjörnuna

Teitur Örlygsson.
Teitur Örlygsson.
Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag.

Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og þegar fimmta árinu lýkur er hann hættur. Hann hefur ákveðið það.

"Eftir næsta vetur verða ákveðin kynslóðaskipti hjá Stjörnuliðinu og ég ætla að leyfa öðrum að sjá um það verkefni," sagði Teitur við Vísi í dag.

Þjálfarinn hefur náð frábærum árangri með Stjörnunni. Unnið tvo bikarmeistaratitla og var svo ekki fjarri því að gera liðið að Íslandsmeisturum um síðustu helgi.

Sportið á Vísi er komið á Facebook.


Tengdar fréttir

Það féllu tár inni í klefanum

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×