Seattle berst fyrir NBA-liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2013 22:15 Geimnálin í Seattle og Rainier fjall í baksýn. Neðst til hægri má sjá Key Arena þar sem Seattle Supersonics spilaði heimaleiki sína. Nordicphotos/Getty Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar. NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar.
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira