Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 22-20 | Fram Íslandsmeistari Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. maí 2013 10:12 Íslandsbikarinn á loft. Mynd/Valli Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í tíunda sinn með því að leggja Hauka að velli 22-20 í fjórða leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Fram mætti gríðarlega ákveðið til leiks og eftir jafnræði fyrstu tíu mínútur leiksins tók liðið öll völd á vellinum. Fram skellti vörninni í lás og fyrir aftan hana varði Magnús Gunnar Erlendsson nánast allt sem á markið kom. Magnús tók nokkur dauðafæri í röð og gaf liði sínu mikið sjálfstraust sem varð til þess að sóknarleikurinn gekk mjög vel síðasta korterið í fyrri hálfleik auk þess sem vörnin var frábær. Haukar skoruðu aðeins þrjú mörk á 21 mínútu og Fram náði sjö marka forystu fyrir hálfleik 14-7. Haukar vissu sem var að liðið gat ekki leikið verr í seinni hálfleik og með engu að tapa náði liðið að minnka muninn strax í upphafi seinni hálfleiks í 14-10. Haukar léku frábæra vörn í seinni hálfleik en tæknifeilar og frábær vörn gerði það að verkum að liðið náði aldrei að jafna leikinn. Haukar minnkuðu muninn í tvö mörk þegar tólf mínútur voru eftir og niður í eitt mark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum, 21-20. Sigurður Eggertsson kom Fram aftur tveimur mörkum yfir þegar mínúta var eftir og náðu Haukar ekki að skora aftur og Framarar fögnuðu ógurlega í leikslok fyrir framan troðfullar áhorfendastúkur. Magnús Gunnar Erlendsson var frábær í markinu og stóð vel undir viðurnefninu 'Haukabaninn'. Jóhann Gunnar Einarsson dró vagninn framan af fyrri hálfleik á meðan honum dugði þrek. Ólafur Magnússon var frábær í hægra horninu og Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert stigu upp þegar á þurfti að halda í seinni hálfleik. Liðsheildin var frábær hjá Fram en átta leikmenn liðsins skoruðu í leiknum auk þess sem liðið lék frábæra vörn. Aron Rafn Eðvarsson varði mjög vel í seinn hálfleik hjá Haukum en liðið fékk litla markvörslu í fyrri hálfleik. Magnús: Skuldaði strákunum nokkra deddara„Þetta er frábært. Ég var hrikalega svekktur út í sjálfan mig eftir síðasta leik og maður reyndi að endurstilla og þetta gekk vel í dag,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson sem fór á kostum í marki Fram. „Þegar maður tók tvo, þrjá fyrstu boltana kom þetta og svo fór þetta á sjálfstýringu. Þegar maður mætir vel stemmdur og það gengur vel þá heldur þetta bara áfram. „Vörnin var frábær og mér fannst ég skulda strákunum nokkra deddara (dauðafæri) eftir síðasta leik. "Við vorum ákveðnir í að klára þetta á heimavelli. Þetta var blóð, sviti og tár. Robbi (Róbert Aron) er á öðrum fæti, Jói (Jóhann Gunnar) tannbrotinn og menn halda áfram og klára þetta hérna. Þetta æðislegt,“ sagði Magnús sem varði einnig mark Fram þegar liðið varð Íslandsmeistari síðast, 2006. „2006 var þetta öðruvísi. Síðasti leikurinn var á móti neðsta liðinu og við unnum með 19 mörkum eða eitthvað. Þetta var upprúllun og aldrei í hættu. Í dag er þetta úrslitakeppni og hún er allt annað. Sjáðu þennan áhorfendafjölda sem mætir hér í dag. Ég hef aldrei séð eins mikla stemningu í húsinu áður. Hvað getur maður sagt, svona á handbolti að vera. „Það var slæmt að við fórum í að verja forskotið í seinni hálfleik. Við hefðum getað náð nokkrum hraðaupphlaupum en svo er flautað, þetta datt ekki með okkur til að bæta aftur í en við þjöppum okkur saman, berjumst og klárum þetta,“ sagði Magnús sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Jóhann: Hefðum ekki getað farið í fleiri leikiMynd/Valli„Þetta var frábært. Þvílík byrjun hjá okkur. Okkur langaði þetta svo mikið. við settum þennan leik upp sem algjöran úrslitaleik. Ég held við hefðum ekki getað farið í fleiri leiki. Við hefðum ekki gefið það út á við en þetta hefði verið búið ef við hefðum tapað þessum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson eftir leikinn en hann lék ekki þrjár síðustu mínútur leiksins eftir að báðar framtennur hans brotnuðu í hita leiksins. „Þetta var svo erfitt og við gáfum allt í þetta. Ég er svo rosalega glaður að þetta sé búið. Þetta var svo erfitt. Hvert einasta mark sem maður skorar á þessa helvítis Haukavörn er svo erfitt. Maður fær eiginlega aldrei létt mörk. „Það fer rosa orka í þennan fyrri hálfleik. Svo gerðist það sem við ætluðum ekki að láta gerast en gerist eiginlega alltaf í þessari úrslitakeppnum, hin liðin koma til baka. Við náðum sem betur fer að halda út. Það mátti ekki muna miklu minna. „Maggi var frábær í markinu. Hann er að hætta líka og vildi enda þetta á titli. Við vorum báðir hér 2006 þegar við lyftum fyrsta titlinum í mörg ár,“ sagði Jóhann Gunnar sem gæti hafa verið að leika sinn síðasta leik. „Ég er að fara í smá pásu. Það er frábært að enda þetta sem Íslandsmeistari með engar framtennur. „Ég man ekkert eftir þessu 2006, það var deildarkeppni, það er miklu skemmtilegra að vinna þetta í úrslitakeppni. Maður er bara í 25 daga búinn að hugsa um handbolta og spila handbolta og æfa handbolta. Þetta er bara búið að vera handbolti og maður er ekki búinn að geta fúnkerað út á við. „Ég ætla að hvíla öxlina, hugsa um fjölskylduna og sinna starfinu mínu betur og aðeins að pása. Ég held það sé fínt fyrir alla að ég pási bara. Ég er nánast búinn að ákveða að ég sé hættur en við skulum kalla þetta pásu,“ sagði Jóhann Gunnar sem mun vonandi snúa aftur út á handboltavöllinn. Aron: Munurinn lá í dauðafærunum„Ég vil byrja á að óska Fram til hamingju með bikarinn. Auðitað klúðrum við þessu í fyrri hálfleik. Við misnotum allt of mörg dauðafæri einn á móti markmanni. Við spilum okkur oft í ákjósanleg færi þannig að það var ekki við sjálfan sóknarleikinn að sakast,“ sagði að vonum svekktur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Þetta voru mjög góð færi þar sem við vorum að skjóta á fyrsta tempói á markmanninn. Magnús átti auðvitað stórleik á meðan okkar markmenn áttu í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. „Svo fáum við á okkur örfá mörk á miðsvæðinu í fyrri hálfleik sem varð til þess að þeir ná þessu forskoti líka en mér fannst þetta aðallega liggja í dauðafærunum. „Í seinni hálfleik gefum við líf og sál í þetta. Það var klaufagangur á okkur líka. Við minnkum þetta fljótt í fjögur mörk og þá fannst mér við tvisvar í röð ætla að skora þrjú mörk í einni sókn eða einu hraðaupphlaupi og misnotum færið. Við komum samt til baka og hefðum með smá heppni getað komið þessu í framlengingu. „Við lögðum stóra áherslu á Íslandsmeistaratitilinn. Við ætluðum að taka tvo af þremur stærstu. Það eru ekki margir sem hafa tekið alla titla. Við höfum gert það einu sinni, 2010, og þeir sem segja að við ættum að geta það, hafa aldrei prufað það. Menn verða að passa sig að vera með svoleiðis yfirlýsingar. Að taka tvo af þremur stærstu titlunum væri stórt markmið sem við settum. Stóra markmiðið var Íslandsmeistaratitilinn og auðvitað er vonbrigði að ná ekki að klára þetta en Fram óx ásmeginn er leið á tímabilið, er með hörku gott lið og þetta var flott hjá þeim,“ sagði Aron að lokum.Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í tíunda sinn með því að leggja Hauka að velli 22-20 í fjórða leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Fram mætti gríðarlega ákveðið til leiks og eftir jafnræði fyrstu tíu mínútur leiksins tók liðið öll völd á vellinum. Fram skellti vörninni í lás og fyrir aftan hana varði Magnús Gunnar Erlendsson nánast allt sem á markið kom. Magnús tók nokkur dauðafæri í röð og gaf liði sínu mikið sjálfstraust sem varð til þess að sóknarleikurinn gekk mjög vel síðasta korterið í fyrri hálfleik auk þess sem vörnin var frábær. Haukar skoruðu aðeins þrjú mörk á 21 mínútu og Fram náði sjö marka forystu fyrir hálfleik 14-7. Haukar vissu sem var að liðið gat ekki leikið verr í seinni hálfleik og með engu að tapa náði liðið að minnka muninn strax í upphafi seinni hálfleiks í 14-10. Haukar léku frábæra vörn í seinni hálfleik en tæknifeilar og frábær vörn gerði það að verkum að liðið náði aldrei að jafna leikinn. Haukar minnkuðu muninn í tvö mörk þegar tólf mínútur voru eftir og niður í eitt mark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum, 21-20. Sigurður Eggertsson kom Fram aftur tveimur mörkum yfir þegar mínúta var eftir og náðu Haukar ekki að skora aftur og Framarar fögnuðu ógurlega í leikslok fyrir framan troðfullar áhorfendastúkur. Magnús Gunnar Erlendsson var frábær í markinu og stóð vel undir viðurnefninu 'Haukabaninn'. Jóhann Gunnar Einarsson dró vagninn framan af fyrri hálfleik á meðan honum dugði þrek. Ólafur Magnússon var frábær í hægra horninu og Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert stigu upp þegar á þurfti að halda í seinni hálfleik. Liðsheildin var frábær hjá Fram en átta leikmenn liðsins skoruðu í leiknum auk þess sem liðið lék frábæra vörn. Aron Rafn Eðvarsson varði mjög vel í seinn hálfleik hjá Haukum en liðið fékk litla markvörslu í fyrri hálfleik. Magnús: Skuldaði strákunum nokkra deddara„Þetta er frábært. Ég var hrikalega svekktur út í sjálfan mig eftir síðasta leik og maður reyndi að endurstilla og þetta gekk vel í dag,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson sem fór á kostum í marki Fram. „Þegar maður tók tvo, þrjá fyrstu boltana kom þetta og svo fór þetta á sjálfstýringu. Þegar maður mætir vel stemmdur og það gengur vel þá heldur þetta bara áfram. „Vörnin var frábær og mér fannst ég skulda strákunum nokkra deddara (dauðafæri) eftir síðasta leik. "Við vorum ákveðnir í að klára þetta á heimavelli. Þetta var blóð, sviti og tár. Robbi (Róbert Aron) er á öðrum fæti, Jói (Jóhann Gunnar) tannbrotinn og menn halda áfram og klára þetta hérna. Þetta æðislegt,“ sagði Magnús sem varði einnig mark Fram þegar liðið varð Íslandsmeistari síðast, 2006. „2006 var þetta öðruvísi. Síðasti leikurinn var á móti neðsta liðinu og við unnum með 19 mörkum eða eitthvað. Þetta var upprúllun og aldrei í hættu. Í dag er þetta úrslitakeppni og hún er allt annað. Sjáðu þennan áhorfendafjölda sem mætir hér í dag. Ég hef aldrei séð eins mikla stemningu í húsinu áður. Hvað getur maður sagt, svona á handbolti að vera. „Það var slæmt að við fórum í að verja forskotið í seinni hálfleik. Við hefðum getað náð nokkrum hraðaupphlaupum en svo er flautað, þetta datt ekki með okkur til að bæta aftur í en við þjöppum okkur saman, berjumst og klárum þetta,“ sagði Magnús sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Jóhann: Hefðum ekki getað farið í fleiri leikiMynd/Valli„Þetta var frábært. Þvílík byrjun hjá okkur. Okkur langaði þetta svo mikið. við settum þennan leik upp sem algjöran úrslitaleik. Ég held við hefðum ekki getað farið í fleiri leiki. Við hefðum ekki gefið það út á við en þetta hefði verið búið ef við hefðum tapað þessum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson eftir leikinn en hann lék ekki þrjár síðustu mínútur leiksins eftir að báðar framtennur hans brotnuðu í hita leiksins. „Þetta var svo erfitt og við gáfum allt í þetta. Ég er svo rosalega glaður að þetta sé búið. Þetta var svo erfitt. Hvert einasta mark sem maður skorar á þessa helvítis Haukavörn er svo erfitt. Maður fær eiginlega aldrei létt mörk. „Það fer rosa orka í þennan fyrri hálfleik. Svo gerðist það sem við ætluðum ekki að láta gerast en gerist eiginlega alltaf í þessari úrslitakeppnum, hin liðin koma til baka. Við náðum sem betur fer að halda út. Það mátti ekki muna miklu minna. „Maggi var frábær í markinu. Hann er að hætta líka og vildi enda þetta á titli. Við vorum báðir hér 2006 þegar við lyftum fyrsta titlinum í mörg ár,“ sagði Jóhann Gunnar sem gæti hafa verið að leika sinn síðasta leik. „Ég er að fara í smá pásu. Það er frábært að enda þetta sem Íslandsmeistari með engar framtennur. „Ég man ekkert eftir þessu 2006, það var deildarkeppni, það er miklu skemmtilegra að vinna þetta í úrslitakeppni. Maður er bara í 25 daga búinn að hugsa um handbolta og spila handbolta og æfa handbolta. Þetta er bara búið að vera handbolti og maður er ekki búinn að geta fúnkerað út á við. „Ég ætla að hvíla öxlina, hugsa um fjölskylduna og sinna starfinu mínu betur og aðeins að pása. Ég held það sé fínt fyrir alla að ég pási bara. Ég er nánast búinn að ákveða að ég sé hættur en við skulum kalla þetta pásu,“ sagði Jóhann Gunnar sem mun vonandi snúa aftur út á handboltavöllinn. Aron: Munurinn lá í dauðafærunum„Ég vil byrja á að óska Fram til hamingju með bikarinn. Auðitað klúðrum við þessu í fyrri hálfleik. Við misnotum allt of mörg dauðafæri einn á móti markmanni. Við spilum okkur oft í ákjósanleg færi þannig að það var ekki við sjálfan sóknarleikinn að sakast,“ sagði að vonum svekktur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Þetta voru mjög góð færi þar sem við vorum að skjóta á fyrsta tempói á markmanninn. Magnús átti auðvitað stórleik á meðan okkar markmenn áttu í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. „Svo fáum við á okkur örfá mörk á miðsvæðinu í fyrri hálfleik sem varð til þess að þeir ná þessu forskoti líka en mér fannst þetta aðallega liggja í dauðafærunum. „Í seinni hálfleik gefum við líf og sál í þetta. Það var klaufagangur á okkur líka. Við minnkum þetta fljótt í fjögur mörk og þá fannst mér við tvisvar í röð ætla að skora þrjú mörk í einni sókn eða einu hraðaupphlaupi og misnotum færið. Við komum samt til baka og hefðum með smá heppni getað komið þessu í framlengingu. „Við lögðum stóra áherslu á Íslandsmeistaratitilinn. Við ætluðum að taka tvo af þremur stærstu. Það eru ekki margir sem hafa tekið alla titla. Við höfum gert það einu sinni, 2010, og þeir sem segja að við ættum að geta það, hafa aldrei prufað það. Menn verða að passa sig að vera með svoleiðis yfirlýsingar. Að taka tvo af þremur stærstu titlunum væri stórt markmið sem við settum. Stóra markmiðið var Íslandsmeistaratitilinn og auðvitað er vonbrigði að ná ekki að klára þetta en Fram óx ásmeginn er leið á tímabilið, er með hörku gott lið og þetta var flott hjá þeim,“ sagði Aron að lokum.Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira