Sport

Bolt sigraði en ósáttur við sjálfan sig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Usain Bolt fagnar gullverðlaunum í London síðasta sumar
Usain Bolt fagnar gullverðlaunum í London síðasta sumar Nordicphotos/Getty
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á Cayman-mótinu í frjálsum íþróttum í gær.

Bolt kom í mark á tímanum 10,09 sekúndum eða á sama tíma og Kemar Bailey-Colo. Bolt var dæmdur sigur af myndum. Þriðji varð Daniel Bailey.

„Ég er alltaf ósáttur þegar ég hleyp ekki undir tíu sekúndum," sagði Bolt í viðtali eftir hlaupið. Sá fótfrái þurfti að hætta við keppni á Kingston mótinu fyrri viku vegna lærameiðsla.

„Ég finn aðeins fyrir lærinu. En sársaukinn var ekki alvarlegur þannig að það er engin afsökun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×