Bieber fékk 6 hraðasektir í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 13:44 Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent