Bieber fékk 6 hraðasektir í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 13:44 Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent
Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent