Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 20-21 | Haukar mæta Fram í úrslitum Jón Júlíus Karlsson í Austurbergi skrifar 21. apríl 2013 00:01 Mynd/Stefán Haukar eru komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla eftir 20-21 sigur gegn ÍR í fjórða leik liðanna í Austurvbergi í dag. ÍR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en Haukar voru mun betri í seinni hálfleik og uppskáru góðan sigur. Haukar byrjuðu leikinn í Austurbergi betur og náðu snemma þriggja marka forystu í stöðunni 1-4. Umdeilt atvik átti sér stað á 9. mínútu þegar Sturla Ásgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir að skjóta beint í andlitið á Aroni Rafni Eðvarssyni, markverði Hauka úr vítakasti. Dómarar leiksins voru vissir í sinni sök og gáfu Sturlu beint rautt spjald. Stuðningsmenn ÍR voru æfir yfir dómnum en skot Sturlu var laust og ætlaði Sturla sér líklega að lauma boltanum yfir Aron. Þrátt fyrir mótlætið þá efldust ÍR-ingar og tóku þeir hreinlega öll völd á vellinum. ÍR-ingar skoruðu sjö mörk í röð úr stöðunni 3-5 og komust fimm mörkum yfir, 10-5. Magnaður kafli hjá heimamönnum. Haukar misstu einnig tvo leikmenn af velli með brottvísanir með stuttu millibili og var útlitið ekki bjart. Þrátt fyrir að vera tveimur færri þá náðu Haukar að komast aftur inn í leikinn og staðan í hálfleik, 10-7 fyrir heimamenn. Haukar byrjuðu seinni háfleikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótlega yfir í leiknum. Haukar spiluðu frábæra vörn og áttu ÍR-ingar í miklum erfiðleikum með að brjóta á bak aftur 5+1 vörn Hauka. Haukar komust mest fjórum mörkum í stöðunni 16-20 þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá fékk Gylfi Gylfason að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Ingimundi Ingimundarsyni. Olnboginn fór þar í andlitið á Ingimundi sem var langt frá því að vera sáttur. ÍR barðist við að knýja fram framlenginu. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar um 20 sekúndur voru eftir og náði Björvin Hólmgeirsson að minnka muninn í eitt mark þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Lengra komust ÍR-ingar ekki. Lokatölur 20-21 fyrir Hauka sem þar með eru komnir í úrslit. Adam Haukur Baumruk var markahæstur hjá Haukum með fimm mörk. Hann átti góða innkomu í lið Hauka í dag. Gylfi Gylfason og Tjörvi Þorgeirsson komu næstir með fjögur mörk. Björgvin Hólmgeirsson skoraði átta mörk hjá ÍR. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik hjá Haukum og varði 21 skot. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 14 skot í marki ÍR. Bjarki: Kappið bar menn ofurliðiMynd/Stefán„Þetta var hörkuleikur. Við vorum með yfirhöndina lengi vel en gáfum eftir í restina. Haukar hertu tökin í 5+1 vörninni í seinni hálfleik og við vorum ekki að gera rétta hluti í sókninni. Í hita leiksins virðast menn gleyma sér og kappið bar menn ofurliði,“ segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir tap liðsins gegn Haukum í Austurbergi í dag. „Það er helst þriðji leikurinn á Ásvöllum sem fór með þetta hjá okkur í þessu einvígi. Þar vorum við með unninn leik í höndunum en fórum að reyna að verja forskotið. Það gengur ekki á móti reyndu liði Hauka og okkur var refsað.“ Umdeild atvik áttu sér stað í leiknum í dag en tvö bein rauð spjöld fóru á loft. Bjarki segir að báðir dómar hafi verið réttir. „Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist í atvikinu hjá Sturlu. Ef markvörðurinn stendur kjurr og leikmaður skýtur í andlitið á honum þá er það rautt spjald. Þannig eru reglurnar. Þetta var klárlega rautt spjald á Gylfa. Þetta var fólskuleg árás og á ekki sjást í handbolta.“ ÍR-ingar stóðu sig frábærlega í vetur og urðu einnig bikarmeistarar. Bjarki segir sína menn geta verið stoltir af árangrinum í vetur. „Við getum gengið stoltir frá þessu tímabili. Við urðum Reykjavíkurmeistarar og Bikarmeistarar. Svo mætum við Haukum í fjögurra liða úrslitum þar sem betra lið með meiri breidd vinnur. Ég get ekki kvartað yfir árangrinum í vetur,“ segir Bjarki. Hann stefnir að því að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð. „Við erum byrjaðir að vinna í leikmannamálum fyrir næstu leiktíð og ætlum að strykja okkur enn frekar. Stefnan er sett á að fara lengra á næsta tímabili. Aron: Spiluðum öfluga vörn í seinni hálfleik„Ég er mjög ánægður með að vinna þennan leik þó þetta hafi kannski verið óþarflega naumt undir lokin,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir sigur sinna manna gegn ÍR í dag. „ÍR-ingar eru með frábært lið og þetta hafa verið erfiðir leikir. Við komum mjög sterkir inn í leikinn og vorum að spila af miklum krafti. Þegar Sturla fær rauða spjaldið þá virðist handbremsan hafa dottið í gang hjá okkur og vorum að æsa okkur yfir smáatriðum. Við náðum að róa okkur í hálfleik og lékum mjög öfluga 5+1 vörn í seinni hálfleik og sóknarleikurinn var vel stýrður hjá Tjörva. Við spiluðum mjög vel sóknarlega í seinni hálfleik.“ Haukar skoruðu aðeins sjö mörk í fyrri hálfleik en 14 í þeim seinni. Aron segir að sínir menn hafi verið full æstir í byrjun leiks. „Við alltof æstir og ég var á fullu að reyna að róa leikmenn. Við sýndum virklega góðan leik í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur að hafa klárað þetta í dag. Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu þremur leikjum og vonandi höldum við þannig áfram gegn Fram.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. 13. apríl 2013 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 25-24 | 2-1 fyrir Hauka Haukar eru komnir 2-1 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti ÍR í N1 deild karla í handbolta eftir eins marka sigur, 25-24, í þriðja leik liðanna sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. 18. apríl 2013 13:02 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið. 16. apríl 2013 22:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Haukar eru komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla eftir 20-21 sigur gegn ÍR í fjórða leik liðanna í Austurvbergi í dag. ÍR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en Haukar voru mun betri í seinni hálfleik og uppskáru góðan sigur. Haukar byrjuðu leikinn í Austurbergi betur og náðu snemma þriggja marka forystu í stöðunni 1-4. Umdeilt atvik átti sér stað á 9. mínútu þegar Sturla Ásgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir að skjóta beint í andlitið á Aroni Rafni Eðvarssyni, markverði Hauka úr vítakasti. Dómarar leiksins voru vissir í sinni sök og gáfu Sturlu beint rautt spjald. Stuðningsmenn ÍR voru æfir yfir dómnum en skot Sturlu var laust og ætlaði Sturla sér líklega að lauma boltanum yfir Aron. Þrátt fyrir mótlætið þá efldust ÍR-ingar og tóku þeir hreinlega öll völd á vellinum. ÍR-ingar skoruðu sjö mörk í röð úr stöðunni 3-5 og komust fimm mörkum yfir, 10-5. Magnaður kafli hjá heimamönnum. Haukar misstu einnig tvo leikmenn af velli með brottvísanir með stuttu millibili og var útlitið ekki bjart. Þrátt fyrir að vera tveimur færri þá náðu Haukar að komast aftur inn í leikinn og staðan í hálfleik, 10-7 fyrir heimamenn. Haukar byrjuðu seinni háfleikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótlega yfir í leiknum. Haukar spiluðu frábæra vörn og áttu ÍR-ingar í miklum erfiðleikum með að brjóta á bak aftur 5+1 vörn Hauka. Haukar komust mest fjórum mörkum í stöðunni 16-20 þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá fékk Gylfi Gylfason að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Ingimundi Ingimundarsyni. Olnboginn fór þar í andlitið á Ingimundi sem var langt frá því að vera sáttur. ÍR barðist við að knýja fram framlenginu. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar um 20 sekúndur voru eftir og náði Björvin Hólmgeirsson að minnka muninn í eitt mark þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Lengra komust ÍR-ingar ekki. Lokatölur 20-21 fyrir Hauka sem þar með eru komnir í úrslit. Adam Haukur Baumruk var markahæstur hjá Haukum með fimm mörk. Hann átti góða innkomu í lið Hauka í dag. Gylfi Gylfason og Tjörvi Þorgeirsson komu næstir með fjögur mörk. Björgvin Hólmgeirsson skoraði átta mörk hjá ÍR. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik hjá Haukum og varði 21 skot. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 14 skot í marki ÍR. Bjarki: Kappið bar menn ofurliðiMynd/Stefán„Þetta var hörkuleikur. Við vorum með yfirhöndina lengi vel en gáfum eftir í restina. Haukar hertu tökin í 5+1 vörninni í seinni hálfleik og við vorum ekki að gera rétta hluti í sókninni. Í hita leiksins virðast menn gleyma sér og kappið bar menn ofurliði,“ segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir tap liðsins gegn Haukum í Austurbergi í dag. „Það er helst þriðji leikurinn á Ásvöllum sem fór með þetta hjá okkur í þessu einvígi. Þar vorum við með unninn leik í höndunum en fórum að reyna að verja forskotið. Það gengur ekki á móti reyndu liði Hauka og okkur var refsað.“ Umdeild atvik áttu sér stað í leiknum í dag en tvö bein rauð spjöld fóru á loft. Bjarki segir að báðir dómar hafi verið réttir. „Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist í atvikinu hjá Sturlu. Ef markvörðurinn stendur kjurr og leikmaður skýtur í andlitið á honum þá er það rautt spjald. Þannig eru reglurnar. Þetta var klárlega rautt spjald á Gylfa. Þetta var fólskuleg árás og á ekki sjást í handbolta.“ ÍR-ingar stóðu sig frábærlega í vetur og urðu einnig bikarmeistarar. Bjarki segir sína menn geta verið stoltir af árangrinum í vetur. „Við getum gengið stoltir frá þessu tímabili. Við urðum Reykjavíkurmeistarar og Bikarmeistarar. Svo mætum við Haukum í fjögurra liða úrslitum þar sem betra lið með meiri breidd vinnur. Ég get ekki kvartað yfir árangrinum í vetur,“ segir Bjarki. Hann stefnir að því að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð. „Við erum byrjaðir að vinna í leikmannamálum fyrir næstu leiktíð og ætlum að strykja okkur enn frekar. Stefnan er sett á að fara lengra á næsta tímabili. Aron: Spiluðum öfluga vörn í seinni hálfleik„Ég er mjög ánægður með að vinna þennan leik þó þetta hafi kannski verið óþarflega naumt undir lokin,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir sigur sinna manna gegn ÍR í dag. „ÍR-ingar eru með frábært lið og þetta hafa verið erfiðir leikir. Við komum mjög sterkir inn í leikinn og vorum að spila af miklum krafti. Þegar Sturla fær rauða spjaldið þá virðist handbremsan hafa dottið í gang hjá okkur og vorum að æsa okkur yfir smáatriðum. Við náðum að róa okkur í hálfleik og lékum mjög öfluga 5+1 vörn í seinni hálfleik og sóknarleikurinn var vel stýrður hjá Tjörva. Við spiluðum mjög vel sóknarlega í seinni hálfleik.“ Haukar skoruðu aðeins sjö mörk í fyrri hálfleik en 14 í þeim seinni. Aron segir að sínir menn hafi verið full æstir í byrjun leiks. „Við alltof æstir og ég var á fullu að reyna að róa leikmenn. Við sýndum virklega góðan leik í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur að hafa klárað þetta í dag. Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu þremur leikjum og vonandi höldum við þannig áfram gegn Fram.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. 13. apríl 2013 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 25-24 | 2-1 fyrir Hauka Haukar eru komnir 2-1 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti ÍR í N1 deild karla í handbolta eftir eins marka sigur, 25-24, í þriðja leik liðanna sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. 18. apríl 2013 13:02 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið. 16. apríl 2013 22:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. 13. apríl 2013 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 25-24 | 2-1 fyrir Hauka Haukar eru komnir 2-1 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti ÍR í N1 deild karla í handbolta eftir eins marka sigur, 25-24, í þriðja leik liðanna sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. 18. apríl 2013 13:02
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið. 16. apríl 2013 22:15