Félagshyggja til framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 23. apríl 2013 07:00 Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun