Wallace-bikarinn til Garpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2013 10:45 Garpar, Íslandsmeistarar í krullu 2013 (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason. Mynd/Sigurgeir Haraldsson Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri. Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri.
Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira