Fótbolti

Enn einn sigurinn hjá Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þó svo að Jupp Heynckes, stjóri Bayern, hafi hvílt sínar stærstu stjörnur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni vann liðið samt enn einn sigurinn í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Bayern er þegar búið að tryggja sér þýska meistaratitilinn og hafði betur gegn Freiburg í dag, 1-0. Xherdan Shaqiri skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Bayern hefur nú unnið 27 af 31 leik á tímabilinu og er langefst í deildinni með 84 stig. Liðið hefur ekki tapað stigi í deildinni síðan um miðjan desembermánuð og markatala liðsins er 90-14.

Á varamannabekk Bayern í dag voru þeir Manuel Neuer, Bonfim Dante, Arjen Robben, David Alaba, Franck Ribery, Mario Gomez og Javi Martinez. Þeir þrír síðastnefndu komu allir inn á í leiknum.

Hoffenheim heldur í veika von um að halda sæti sínu í deildinni en liðið vann Nürnberg í dag, 2-1. Liðið er í næstneðsta sæti með 24 stig, sex stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Úrslit dagsins:

Bayern - Freiburg 1-0

Wolfsburg - Gladbach 3-1

Augsburg - Stuttgart 3-0

Hoffenheim - Nürnberg 2-1

Leverkusen - Bremen 1-0

Düsseldorf - Dortmund (kl 16.30)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×