Körfubolti

Broussard var valinn bestur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Broussard með son sinn eftir leikinn í kvöld.
Broussard með son sinn eftir leikinn í kvöld. Mynd/Daníel
Aaron Broussard, leikmaður Grindavíkur, var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í Domino's-deild karla.

Broussard hefur farið á kostum með liði sínu í lokaeinvíginu gegn Stjörnunni. Grindvíkingar unnu oddaleik liðanna um titilinn í kvöld og þar með rimmuna, 3-2.

Broussard er 23 ára Bandaríkjamaður sem er á sínu fyrsta tímabili með Grindavík. Hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjunum fimm gegn Stjörnunni, tók 9,8 fráköst og gaf 3,2 stoðsendingar.

Hann var með 24,3 stig að meðaltali á tímabilinu öllu, 9,3 fráköst og 3,7 stoðsendingar.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Grindavík Íslandsmeistari eftir æsilegan oddaleik

Grindavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta eftir magnaðan sigur, 79-74, á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um titilinn. Grindvíkingar voru sterkari lungann af leiknum en Stjörnumenn komu sterkir til baka í lokaleikhlutanum. Það reyndist ekki vera nóg og Grindvíkingar fögnuðu sem óðir í Röstinni í kvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem Grindavík tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í Röstinni í Grindavík. Liðið náði því að verja titilinn frá því í fyrra sem er mikið afrek.

Við erum Gullskeiðin

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var kampakátur eftir að hans menn urðu Íslandsmeistarar í körfubolta eftir sigur á Stjörnunni.

Myndasyrpa af sigurgleði Grindvíkinga

Grindavík varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld eftir stórskemmtilegan og æsispennandi oddaleik gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×