Dómari rekinn úr húsi fyrir mótmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 08:00 Davíð Tómas dæmir fyrri tæknivilluna á Jón Guðmundsson á sunnudag. Leikmenn Hauka og Keflavíkur fylgjast með. Mynd/Karfan.is Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira