Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira