Fótbolti

Ragnar skoraði fyrir FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Nordic Photos / Getty Images
Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta markið þegar að FCK hafði betur gegn ríkjandi meisturunum í Nordsjælland í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar.

Leiknum lauk með 3-2 sigri FCK en Ragnar skoraði markið strax á sjöttu mínútu leiksins.

En aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Nordsjælland metin og komst svo yfir um miðjan seinni hálfleikinn. FCK náði hins vegar að tryggja sér sigurinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Ragnar spilaði allan leikinn fyrir FCK en Rúrik Gíslason var ónotaður varamaður. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahóp FCK í dag.

FCK er með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið er með 61 stig. Nordsjælland er í öðru sæti með 51 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×