Spekúleringar ferðalangs Sara McMahon skrifar 2. apríl 2013 14:15 Helgina fyrir páska heimsótti ég mína gömlu "heima"haga í Kaupmannahöfn. Ég hafði beðið ferðarinnar með barnslegri tilhlökkun allt frá því að ég bókaði flugmiðann í janúarbyrjun og eftir langa bið var loks komið að ferðadeginum sjálfum. Ég lenti á Kastrup-velli skömmu eftir hádegi á fimmtudegi og mitt fyrsta verk í Kaupmannahöfn var auðvitað að skoða og meta glænýja fataverslun sem nefnist & Other Stories. Búðin er enn ein rósin í tískuhnappagat Svía, en hún er frá Svíþjóð, og mér þótti gaman að vappa þar um, strjúka flíkunum, máta og láta mig dreyma. Eftir svolítið búðaráp var kominn tími fyrir hinn hamingjusama ferðalang að hvíla lúin bein. Ég hitti frænku mína á kaffihúsi, en sú er einmitt fædd og uppalin í borginni, og hún hlustaði þögul á meðan ég dásamaði fatastíl heimamanna í hástert yfir kaffibollanum. Ég átti ekki til orð yfir smekklegheitum Hafnarbúa. "Það er svo nauðsynlegt að komast aðeins á meginlandið og upplifa aðra tískustrauma. Hér er tískan allt öðruvísi en heima, þar klæða sig allir eins," sagði ég við frænkuna, dæsti svolítið og horfði dreymin út á götu þar sem Danirnir hjóluðu kæruleysislega fram hjá. Í stað þess að taka undir lofræðu mína sagðist frænkan vera mér algjörlega ósammála, henni þótti Danir allir eins. Íslendingarnir væru aftur á móti einstakir þegar kæmi að tísku, þessu hafði hún tekið eftir þegar hún heimsótti mig síðastliðið sumar. Við frænkurnar sátum hljóðar um stund og veltum vöngum yfir þessu ósamræmi. Gat hugsast að Danir væru í raun hverjir öðrum líkir þegar kæmi að tísku? Ég leit í kringum mig þar sem ég sat á kaffihúsinu og jú, vissulega var fjöldi fólks sem klæddist Nike- eða New Balance-strigaskóm og vaxjakkarnir voru einnig afskaplega vinsælir. En var fjölbreytnin samt ekki meiri hér en heima? Eftir nánari athugun tók ég eftir að dönsku piltarnir voru flestir með uppbrettar gallabuxnaskálmar, í strigaskóm, mosagrænum jökkum og með stutt hár. Stúlkurnar klæddust margar gráum gallabuxum, strigaskóm og kálfasíðum kápum og voru með axlasítt hár. Danirnir voru greinilega svolítið einsleitir þegar kom að tískunni eftir allt saman. Eftir þessar spekúleringar urðum við frænkur loks ásáttar um að það hlyti að vera þannig í pottinn búið að okkur þættu tískustraumar hins landsins meira spennandi því þeir voru okkur nýir og sannast þar með hið fornkveðna; fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina vel klædda. En það gilti einu, mér fannst jafn gaman og áður að geta setið þarna og drukkið í mig tískustrauma annarra og jafnvel sækja þaðan innblástur. Því eins og ég sagði við hana frænku mína; það er alveg nauðsynlegt að skipta aðeins um umhverfi svona öðru hvoru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Helgina fyrir páska heimsótti ég mína gömlu "heima"haga í Kaupmannahöfn. Ég hafði beðið ferðarinnar með barnslegri tilhlökkun allt frá því að ég bókaði flugmiðann í janúarbyrjun og eftir langa bið var loks komið að ferðadeginum sjálfum. Ég lenti á Kastrup-velli skömmu eftir hádegi á fimmtudegi og mitt fyrsta verk í Kaupmannahöfn var auðvitað að skoða og meta glænýja fataverslun sem nefnist & Other Stories. Búðin er enn ein rósin í tískuhnappagat Svía, en hún er frá Svíþjóð, og mér þótti gaman að vappa þar um, strjúka flíkunum, máta og láta mig dreyma. Eftir svolítið búðaráp var kominn tími fyrir hinn hamingjusama ferðalang að hvíla lúin bein. Ég hitti frænku mína á kaffihúsi, en sú er einmitt fædd og uppalin í borginni, og hún hlustaði þögul á meðan ég dásamaði fatastíl heimamanna í hástert yfir kaffibollanum. Ég átti ekki til orð yfir smekklegheitum Hafnarbúa. "Það er svo nauðsynlegt að komast aðeins á meginlandið og upplifa aðra tískustrauma. Hér er tískan allt öðruvísi en heima, þar klæða sig allir eins," sagði ég við frænkuna, dæsti svolítið og horfði dreymin út á götu þar sem Danirnir hjóluðu kæruleysislega fram hjá. Í stað þess að taka undir lofræðu mína sagðist frænkan vera mér algjörlega ósammála, henni þótti Danir allir eins. Íslendingarnir væru aftur á móti einstakir þegar kæmi að tísku, þessu hafði hún tekið eftir þegar hún heimsótti mig síðastliðið sumar. Við frænkurnar sátum hljóðar um stund og veltum vöngum yfir þessu ósamræmi. Gat hugsast að Danir væru í raun hverjir öðrum líkir þegar kæmi að tísku? Ég leit í kringum mig þar sem ég sat á kaffihúsinu og jú, vissulega var fjöldi fólks sem klæddist Nike- eða New Balance-strigaskóm og vaxjakkarnir voru einnig afskaplega vinsælir. En var fjölbreytnin samt ekki meiri hér en heima? Eftir nánari athugun tók ég eftir að dönsku piltarnir voru flestir með uppbrettar gallabuxnaskálmar, í strigaskóm, mosagrænum jökkum og með stutt hár. Stúlkurnar klæddust margar gráum gallabuxum, strigaskóm og kálfasíðum kápum og voru með axlasítt hár. Danirnir voru greinilega svolítið einsleitir þegar kom að tískunni eftir allt saman. Eftir þessar spekúleringar urðum við frænkur loks ásáttar um að það hlyti að vera þannig í pottinn búið að okkur þættu tískustraumar hins landsins meira spennandi því þeir voru okkur nýir og sannast þar með hið fornkveðna; fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina vel klædda. En það gilti einu, mér fannst jafn gaman og áður að geta setið þarna og drukkið í mig tískustrauma annarra og jafnvel sækja þaðan innblástur. Því eins og ég sagði við hana frænku mína; það er alveg nauðsynlegt að skipta aðeins um umhverfi svona öðru hvoru.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun