Körfubolti

Martin: 18 ára í úrslitakeppni og troðfullt hús, það gerist ekki betra

Elvar Geir Magnússon skrifar
„Það var ekki leiðinlegt að vinna þetta Grindavíkurlið og hvað þá svona sannfærandi eins og við gerðum í dag," sagði Martin Hermannsson eftir 90-72 sigur KR á Grindavík í kvöld. Þessi ungi leikmaður skoraði 23 stig og var stigahæstur í leiknum.

Staðan í þessu undanúrslitaeinvígi er nú orðin jöfn 1-1.

„Við höfum verið að leggja áherslu á varnarleikinn í síðustu leikjum en vorum hundóánægðir með fyrsta leikinn. Við mættum tilbúnir í dag og að halda Grindavíkurliðinu í 70 stigum er hrikalega sterkt."

„Við höfum verið lélegir í að halda stöðugleika í vetur en það er gott að geta haldið svona út gegn Grindavík. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust í næstu leiki. Við verðum að sækja einn sigur í Grindavík og ætlum að gera það í næsta leik."

Martin setti marga mikilvæga þrista niður í kvöld.

„Ég var hundóánægður með mig í síðasta leik og var staðráðinn að gera betur. Það var gott að það tókst í dag. 18 ára í úrslitakeppni og troðfullt hús, það gerist ekki betra en þetta."

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×