Sport

Ásdís á Demantamótið í Róm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir Nordicphotos/AFP
Ásdís Hjálmsdóttir verður á meðal keppenda á Demantamótinu í Róm þann 6. júní. Þetta staðfesti spjótkastskonan á heimasíðu sinni í gær.

Ásdís er komin til landsins eftir vel heppnaða æfingatörn í Tenero í Sviss þar sem hún æfir undir handleiðslu þjálfara síns Terry McHugh.

„Komin heim eftir afar vel heppnaðar æfingabúðir í Tenero. Mjög ánægð með gang mála þessa dagana," skrifaði Ásdís á Twitter.

Ásdís, sem keppti á Ólympíuleikum í annað sinn í London síðstliðið sumar, skrifaði á dögunum undir styrktarsamning við Actavic fram yfir leikana 2016.


Tengdar fréttir

Actavis orðinn aðalstyrktaraðili Ásdísar

Actavis á Íslandi og Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari og lyfjafræðingur hafa gert með sér samkomulag um að Actavis verði aðalstyrktaraðili Ásdísar fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×