Lífið

Þórunn Antonía lenti í svindli

Þórunn Antonía. Mynd/Anton
Þórunn Antonía. Mynd/Anton
Eitthvað hefur verið um að óprúttnir aðilar auglýsi íbúðir til leigu sem þeir eiga ekki og ætli sér þannig að svíkja peninga út úr fólki.

Oftast eru þetta manneskjur sem segjast vera búsettar erlendis og geti því ekki sýnt íbúðina og fái þess í stað alþjóðlegt hraðflutningsfyrirtæki til að hafa milligöngu um leiguna.

Söngkonan Þórunn Antonía segist á Facebook-síðu sinni hafa lent í slíku svindli. Hún hélt að hún hefði fundið hina fullkomnu íbúð í miðbæ Reykjavíkur eftir langa leit en komist að því að um svindl var að ræða.

Það sem hringdi viðvörunarbjöllum hjá henni var að maðurinn sagðist vera grafískur hönnuður en netfangið hans var í gegnum hotmail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×