Körfubolti

Skref og aftur skref

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í körfubolta eru sett takmörk á hve mörg skref leikmaður má taka þegar hann er kominn með vald á boltanum. Óli Geir Jónsson, leikmaður Reynis í Sandgerði sem leikur í 1. deildinni, lét reyna á regluna í leik liðsins gegn ÍA í janúar.

Þegar Óli Geir fær boltann í hendurnar er hægri fótur hans á jörðinni. Þar með er fóturinn orðinn snúningsfótur leikmannsins og má hann þá lyfta þeim vinstri og færa til. Þegar hann kastar boltanum frá sér nokkrum sekúndum síðar er hægri fóturinn aftur orðinn að snúningsfæti hans. Í millitíðinni skiptir leikmaðurinn því tvívegis um snúningsfót. Dómurum leiksins sást atvikið skondna yfir.

Reynir vann fjögurra stiga sigur í leiknum 69-65.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×