Enski boltinn

Mata: Villas-Boas getur tekið við starfi Mourinho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata og Andre Villas-Boas.
Juan Mata og Andre Villas-Boas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Juan Mata, leikmaður Chelsea og fyrrum lærisveinn Andre Villas-Boas á Brúnni, mælir með því að Real Madrid fái Villas-Boas til að taka við þjálfarastarfi félagsins af Jose Mourinho þegar Portúgalinn hættir með spænska liðið í vor. Spænskir fjölmiðlar eru flestir öryggir á því að Mourinho hætti með Real Madrid eftir þetta tímabil.

„Ég tel að Villas Boas sé frábær þjálfari, nútímalegur og ungur en jafnframt með þá reynslu og þekkingu sem þarf til. Þetta segi ég þótt að það hafi ekki gengið vel hjá honum hjá Chelsea," sagði Juan Mata.

„Við erum í góðu sambandi og ég verð honum alltaf þakklátur. Hann er tilbúinn í að þjálfa hvaða lið sem er," sagði Mata en Villas-Boas fékk hann til Chelsea á sínum tíma.

Andre Villas-Boas er að gera flotta hluti með Tottenham-liðið sem á góðar líkur á því að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor og er einnig komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Juan Mata vill samt ekkert tala um það hvort Jose Mourinho sé að koma aftur á Stamford Bridge í sumar og segist bara ætla að einbeita sér að spila fyrir Rafael Benitez.

Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×