Sport

Óskar Evrópumeistari í 200 metra hlaupi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Hlynsson á pallinum.
Óskar Hlynsson á pallinum. Mynd/Heimasíða Helga Hólm
Óskar Hlynsson úr Fjölni sigraði í 200 metra hlaupi á EM öldunga í flokki 50-54 ára, en mótið fór fram í San Sebastian á Spáni. Óskar kom í mark á tímanum 24,70 sekúndum sem er nýtt met í þessum aldursflokki, en Pat Logan frá Bretlandi varð annar á 24,89 sekúndum. Þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ.

Óskar var með þriðja besta tíman í undanúrslitum og hljóp á 4. braut, en hann sigraði í sínum riðli á 25,20 sekúndum í undanúrslitunum.

Kristján Gissuarson Breiðabliki varð í þriðja sætið í stangarstökki í sínum flokki, en hann stökk 3,90 metra. Íslendingar unnu því til tvennra verðlauna á þessu mótið.

Jón Ólafsson keppti í stangarstökk í flokki 55-59 ára og varð í 5. sæti með stökk upp á 3,30 metra, en áður hefur verið sagt frá Helgi Hólm varð síðan fjórði í hástökki, hársbreidd frá verðlaunum.

Óskar stóð í ströngu á mótinu en hann varð líka í fjórða sæti í 60 metra hlaupi á fimmtudaginn þegar hann hljóp á 7,76 sekúndum en hlaupið vannst á 7,51 sek. Óskar varð síðan í í 8. sæti í langstökki með 5,42 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×