Handbolti

Romero fór á kostum gegn Atletico

Iker Romero.
Iker Romero.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin spiluðu frábæran leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og þýska liðið því í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli þeirra.

Heimamenn leiddu framan af en náðu aldrei almennilega að hrista gestina af sér. Munurinn þrjú mörk í leikhléi, 13-10.

Norðmaðurinn Magnus Dahl hafði varið frábærlega fyrir Atletico í fyrri hálfleik en hann mætti alveg meðvitundarlaus í þann síðari og Berlin gekk á lagið.

Liðið náði mest þriggja marka forskoti, 23-26, en Atletico átti frábæra endurkomu og komst aftur yfir, 29-27. Gestirnir skoruðu aftur á móti tvö síðustu mörkin og jöfnunarmarkið skoraði maður leiksins, Iker Romero.

Hann var algjörlega frábær. Skoraði átta mörk og lagði upp fjölda annarra. Stórbrotin frammistaða hjá honum. Silvio Heinevetter einnig frábær í markinu en hann varði sextán skot.

Joan Canellas skoraði tíu mörk fyrir Atletico og þar af fimm af vítalínunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×