Þór hélt öðru sætinu | Tindastóll féll með Fjölni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2013 21:08 Úr leik Tindastóls og Stjörnunnar fyrr í vetur. Mynd/Valli Lokaumferð Domino's-deildar karla fór fram í kvöld og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á fimmtudaginn. Fjölnir féll eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni með miklum mun, 71-104, eins og lesa má um hér. KFÍ, sem var í neðsta sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, bjargaði sér frá falli með góðum sigri á KR á heimavelli, 89-84. Damier Pitts, sem hefur verið frábær með KFÍ í vetur, skoraði 33 stig í leiknum. KFÍ, Tindastóll og ÍR enduðu öll með tólf stig í 9.-11. sæti deildarinnar og réðst það því á innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða hvert þeirra myndi falla í 1. deildina. Það kom í hlut Tindastóls sem tapaði fyrir deildarmeisturum Grindavíkur, 97-91. ÍR tapaði einnig sínum leik, 87-78 fyrir Keflavík, og endaði í níunda sæti. KFÍ hafnaði í því tíunda. Þór Þorlákshöfn hélt öðru sæti deildarinnar með því að vinna góðan sigur á Skallagrími í Borgarnesi, 109-96, þrátt fyrir stórleik Carlos Medlock sem skoraði 43 stig fyrir Skallagrím í kvöld. Borgnesingar héldu þó áttunda sætinu þar sem að ÍR og Tindastóll töpuðu bæði sínum leikjum. Skallagrímur leikur því í úrslitakeppninni í ár og mætir deildarmeisturum Grindavíkur í fyrstu umferð. Páll Axel Vilbergsson snýr því aftur á sínar heimaslóðir en hann lék í fjölda ára með Grindvíkingum áður en hann gekk til liðs við Skallagrím fyrir tímabilið. Hann skoraði 23 stig í kvöld. Þór mætir KR-ingum í úrslitakeppninni en þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði KR á sínum tíma. Snæfell endaði í þriðja sæti eftir nauman sigur á Njarðvík, 83-79. Njarðvíkingar voru reyndar lengst af yfir en Snæfell tryggði sér sigur með frábærum fjórða leikhluta. Njarðvík hélt þó sjötta sæti deildarinnar þar sem að KR tapaði sínum leik fyrir KFÍ, sem fyrr segir. Stjarnan varð í fjórða sæti, Keflavík fimmta og KR sjöunda. Stigaskor úr öllum leikjum má sjá hér neðst í fréttinni.Úrslitakeppnin hefst á fimmtudagskvöldið og svona lítur fyrsta umferðin út: Grindavík - Skallagrímur Þór Þorl. - KR Snæfell - Njarðvík Stjarnan - KeflavíkÚrslit kvöldsins:Snæfell-Njarðvík 83-79 (23-27, 21-16, 13-22, 26-14)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Amaroso 21/19 fráköst, Jay Threatt 10/12 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Stefán Karel Torfason 4.Njarðvík: Nigel Moore 28/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 19/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16, Maciej Stanislav Baginski 4, Marcus Van 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Friðrik E. Stefánsson 0/4 fráköst.Keflavík-ÍR 87-78 (19-22, 19-22, 26-15, 23-19)Keflavík: Michael Craion 27/15 fráköst/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 24/5 fráköst, Billy Baptist 14/13 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 5/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2/5 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 2.ÍR: Eric James Palm 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 19/8 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15, D'Andre Jordan Williams 8/5 stoðsendingar, Ellert Arnarson 6/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4/4 fráköst, Þorvaldur Hauksson 3.Tindastóll-Grindavík 91-97 (29-32, 17-21, 23-22, 22-22)Tindastóll: Tarick Johnson 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16/8 fráköst, Svavar Atli Birgisson 15/4 fráköst, Drew Gibson 13/5 stoðsendingar, George Valentine 10/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Pétur Rúnar Birgisson 5, Helgi Freyr Margeirsson 2.Grindavík: Samuel Zeglinski 29/6 fráköst, Aaron Broussard 27/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/10 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 6/4 fráköst, Ryan Pettinella 5/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Fjölnir-Stjarnan 71-107 (14-35, 18-30, 18-18, 18-24)Fjölnir: Christopher Smith 20/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 5, Isacc Deshon Miles 5, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Leifur Arason 2.Stjarnan: Brian Mills 24/14 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 24/10 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16, Sæmundur Valdimarsson 11, Dagur Kár Jónsson 11, Kjartan Atli Kjartansson 9, Jarrid Frye 5/11 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 0/4 fráköst.KFÍ-KR 89-84 (35-20, 13-26, 23-16, 18-22)KFÍ: Damier Erik Pitts 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 24/11 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 14/10 fráköst/4 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 8/8 fráköst, Hlynur Hreinsson 4, Jón Hrafn Baldvinsson 4/5 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2.KR: Kristófer Acox 14/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 14/8 fráköst, Martin Hermannsson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 10/4 fráköst, Brandon Richardson 10/8 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 8, Brynjar Þór Björnsson 8, Darshawn McClellan 5/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2.Skallagrímur-Þór Þ. 96-109 (23-24, 23-25, 24-26, 26-34)Skallagrímur: Carlos Medlock 43/9 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 23/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 12, Birgir Þór Sverrisson 6, Trausti Eiríksson 5/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 4, Orri Jónsson 2, Sigmar Egilsson 1.Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 29/6 fráköst/5 stoðsendingar, Benjamin Curtis Smith 27/8 stoðsendingar, David Bernard Jackson 26/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 8, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 5/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Lokaumferð Domino's-deildar karla fór fram í kvöld og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á fimmtudaginn. Fjölnir féll eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni með miklum mun, 71-104, eins og lesa má um hér. KFÍ, sem var í neðsta sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, bjargaði sér frá falli með góðum sigri á KR á heimavelli, 89-84. Damier Pitts, sem hefur verið frábær með KFÍ í vetur, skoraði 33 stig í leiknum. KFÍ, Tindastóll og ÍR enduðu öll með tólf stig í 9.-11. sæti deildarinnar og réðst það því á innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða hvert þeirra myndi falla í 1. deildina. Það kom í hlut Tindastóls sem tapaði fyrir deildarmeisturum Grindavíkur, 97-91. ÍR tapaði einnig sínum leik, 87-78 fyrir Keflavík, og endaði í níunda sæti. KFÍ hafnaði í því tíunda. Þór Þorlákshöfn hélt öðru sæti deildarinnar með því að vinna góðan sigur á Skallagrími í Borgarnesi, 109-96, þrátt fyrir stórleik Carlos Medlock sem skoraði 43 stig fyrir Skallagrím í kvöld. Borgnesingar héldu þó áttunda sætinu þar sem að ÍR og Tindastóll töpuðu bæði sínum leikjum. Skallagrímur leikur því í úrslitakeppninni í ár og mætir deildarmeisturum Grindavíkur í fyrstu umferð. Páll Axel Vilbergsson snýr því aftur á sínar heimaslóðir en hann lék í fjölda ára með Grindvíkingum áður en hann gekk til liðs við Skallagrím fyrir tímabilið. Hann skoraði 23 stig í kvöld. Þór mætir KR-ingum í úrslitakeppninni en þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði KR á sínum tíma. Snæfell endaði í þriðja sæti eftir nauman sigur á Njarðvík, 83-79. Njarðvíkingar voru reyndar lengst af yfir en Snæfell tryggði sér sigur með frábærum fjórða leikhluta. Njarðvík hélt þó sjötta sæti deildarinnar þar sem að KR tapaði sínum leik fyrir KFÍ, sem fyrr segir. Stjarnan varð í fjórða sæti, Keflavík fimmta og KR sjöunda. Stigaskor úr öllum leikjum má sjá hér neðst í fréttinni.Úrslitakeppnin hefst á fimmtudagskvöldið og svona lítur fyrsta umferðin út: Grindavík - Skallagrímur Þór Þorl. - KR Snæfell - Njarðvík Stjarnan - KeflavíkÚrslit kvöldsins:Snæfell-Njarðvík 83-79 (23-27, 21-16, 13-22, 26-14)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Amaroso 21/19 fráköst, Jay Threatt 10/12 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Stefán Karel Torfason 4.Njarðvík: Nigel Moore 28/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 19/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16, Maciej Stanislav Baginski 4, Marcus Van 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Friðrik E. Stefánsson 0/4 fráköst.Keflavík-ÍR 87-78 (19-22, 19-22, 26-15, 23-19)Keflavík: Michael Craion 27/15 fráköst/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 24/5 fráköst, Billy Baptist 14/13 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 5/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2/5 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 2.ÍR: Eric James Palm 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 19/8 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15, D'Andre Jordan Williams 8/5 stoðsendingar, Ellert Arnarson 6/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4/4 fráköst, Þorvaldur Hauksson 3.Tindastóll-Grindavík 91-97 (29-32, 17-21, 23-22, 22-22)Tindastóll: Tarick Johnson 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16/8 fráköst, Svavar Atli Birgisson 15/4 fráköst, Drew Gibson 13/5 stoðsendingar, George Valentine 10/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Pétur Rúnar Birgisson 5, Helgi Freyr Margeirsson 2.Grindavík: Samuel Zeglinski 29/6 fráköst, Aaron Broussard 27/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/10 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 6/4 fráköst, Ryan Pettinella 5/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Fjölnir-Stjarnan 71-107 (14-35, 18-30, 18-18, 18-24)Fjölnir: Christopher Smith 20/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 5, Isacc Deshon Miles 5, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Leifur Arason 2.Stjarnan: Brian Mills 24/14 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 24/10 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16, Sæmundur Valdimarsson 11, Dagur Kár Jónsson 11, Kjartan Atli Kjartansson 9, Jarrid Frye 5/11 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 0/4 fráköst.KFÍ-KR 89-84 (35-20, 13-26, 23-16, 18-22)KFÍ: Damier Erik Pitts 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 24/11 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 14/10 fráköst/4 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 8/8 fráköst, Hlynur Hreinsson 4, Jón Hrafn Baldvinsson 4/5 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2.KR: Kristófer Acox 14/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 14/8 fráköst, Martin Hermannsson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 10/4 fráköst, Brandon Richardson 10/8 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 8, Brynjar Þór Björnsson 8, Darshawn McClellan 5/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2.Skallagrímur-Þór Þ. 96-109 (23-24, 23-25, 24-26, 26-34)Skallagrímur: Carlos Medlock 43/9 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 23/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 12, Birgir Þór Sverrisson 6, Trausti Eiríksson 5/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 4, Orri Jónsson 2, Sigmar Egilsson 1.Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 29/6 fráköst/5 stoðsendingar, Benjamin Curtis Smith 27/8 stoðsendingar, David Bernard Jackson 26/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 8, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 5/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira