Körfubolti

Þorleifur duglegastur og Craion bestur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Justin Shouse, Michael Craion, Kristófer Acox, Guðmundur Jónsson, Þorleifur Ólafsson, Sigmar Egilsson, Elvar Már Friðriksson og Ólafur Torfason.
Frá vinstri: Justin Shouse, Michael Craion, Kristófer Acox, Guðmundur Jónsson, Þorleifur Ólafsson, Sigmar Egilsson, Elvar Már Friðriksson og Ólafur Torfason. Mynd/Valli
Michael Craion úr Keflavík var valinn besti leikmaður síðari umferðar í Domino's-deildar karla í körfuknattleik í dag.

Craion skoraði 24,5 stig að meðaltali í síðari umferðinni auk þess að taka 14,5 frákast og vera með rúmlega 34 í framlag.

Þorleifur Ólafsson úr Grindavík var valinn dugnaðarforkur síðari hlutans. Þá var Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Þorleifs hjá Grindavík, valinn besti þjálfarinn.

Úrvalsliðið

Justin Shouse - Stjörnunni

Elvar Már Friðriksson - Njarðvík

Guðmundur Jónsson - Þór Þorlákshöfn

Kristófer Acox - KR

Michael Craion - Keflavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×