Menning

Botnleðja í hljóðver

Botnleðja.
Botnleðja. Mynd úr safni.
Hafnfirska hljómsveitin Botnleðja mun hljóðrita tvö lög í sumar, segir á vefsíðu sveitarinnar, sem starfað hefur með hléum frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar. Í tilkynningu frá sveitinni segir: "Bóka stúdíó 8. 9. 10. mars til að taka upp tvö ný Botnleðjulög. Tjekk. Magnús Árni Øder Kristinsson verður á tökkunum. Það er ekkert víst að þetta verði glatað.“ Lögin tvö verða á tvöfaldri safnplötu sveitarinnar sem kemur út í vor, en á henni verða vinsælustu lög sveitarinnar, tónleikaupptökur og ýmislegt fleira. Sveitin útilokar ekki að fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi næsta sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.