Lífið

Fjallað um Lífstöltið í Íslandi í dag

Ellý Ármanns skrifar
Lífstöltið er haldið í þriðja sinn í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ á morgun laugardag og er ætlunin að styrkja kvennadeild Landspítalans. Í fyrra söfnuðust 1300 þúsund krónur og er markmiðið í ár að gera ennþá betur. Dorrit Moussaieff forsetafrú mun setja Lífstöltið á morgun klukkan 14:00 og Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari mun einnig mæta og spreyta sig í fyrsta sinn á hestbaki.

Nánar er fjallað um þessa skrautlegu keppni í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18:55.

,,Ég ætla mér að vinna, það er alveg klárt mál" segir Þórunn Erna Clausen í viðtali við Ísland í dag í kvöld en hún keppir á morgun í brjóstamjólkurreið Eurovisionfara.

Þórunn er eina hestamanneskjan í hópnum og því er talsverð pressa á henni að sigra í keppninni. Keppinautar Þórunnar eru söngvararnir Eyþór Ingi og Regína Ósk.

Um töltkeppni með brjóstamjólk er um að ræða þar sem keppendur þurfa að koma fyrstir í mark án þess að brjóstamjólkin fari til spillis.

Dorrit og Vilborg mæta á morgun.
Sjáðu meira um Lífstöltið hér (Facebook).

Þórunn Clausen leikkona og Helena Kristinsdóttir einn af skipuleggjendum.
Mjólkin sem Þórdís heldur á er fyrir brjóstamólkurreiðina.
Ásgeir Erlendsson sjónvarpsmaður tekur hér viðtal við skipuleggjendur Lífstölts Helenu og Þórdísi Þorleifsdóttur. Þátturinn verður sýndur í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2.
Þórdís, Helena, Þórunn og Ásgeir.
Dorrit er stórglæsileg á baki. Hún setur hátíðina á morgun klukkan 14:00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.