Lífið

250 konur mættu hjá Siggu Lund

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Aðalsteinn Sigurðarson.
"Þetta var alveg stórkostlegt. Um 250 konur mættu í Salinn og þær fóru alsælar og hamingjusamar heim. Í hlénu svöluðum við okkur á eðaltoppi, drukkum kaffi frá frá Kaffitár, gæddum okkur á konfekti með og spjölluðum," svarar Sigga Lund fjölmiðlakona spurð um námskeiðið "Sjálfstraust óháð likamsþyngd. Líkamsvirðing - sjálfsvirðing; Frá átökum og öfgum yfir í vellíðan, virðingu og sátt" sem hún stóð fyrir ásamt fleira fagfólki í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi.

"Eftir námskeiðið gáfum við færi á spurningum úr sal og það stóð ekki á konunum, þær spurðu kennarana spjörunum úr. Við hefðum getað verið fram á nótt að ræða málin. Það er greinilegt að það er mikil þörf á þessari umræðu. Við finnum þegar fyrir þrýstingi að halda annað námskeið og beiðnir um að fara út á land eru þegar komnar á borð. Við erum þegar farnar að skoða að verða við því," segir Sigga.

Sigga fékk fjölmargar Facebook-kveðjur og umsagnir eftir námskeiðið eins og þessar:

"Eftir kvöldið í gær þá sem betur fer opnuðust augun min enn betur, ég ætla mér að elska þennan "galla" sem ég er klædd í dag, hafa bakið beint, vera stolt af mér og öllu sem ég hef náð að breyta. Hætta fara á mannamót með það á bak við eyrað að ég sé bolla, ég sé svona og svona og .... bara vera stolt, kaupa mér flott föt sem passa ;) og hætta vera veggjalús."

"Í gærkvöldi fór ég á langsamlegasta skemmtilegasta mest uppbyggjandi örnámskeið sem ég hef á ævinni farið :) Sjálfstraust óháð líkamsþyngd... Þetta er vonandi bara fyrsta námskeiðið af mörgum :) Sofnaði skælbrosandi og fór skælbrosandi út í lífið í morgun. Takk fyrir mig elsku Sigga :)"

Siggalund.is

Skoða fleiri myndir frá námskeiðinu í meðfylgjandi myndaalbúmi:

Fjölmenni mætti á námskeið Siggu Lund í gærkvöldi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.