Körfubolti

Berglind kláraði Val í fjórða leikhluta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Gunnarsdóttir
Berglind Gunnarsdóttir Mynd/Ernir
Berglind Gunnarsdóttir kom með stigin sín á réttum tíma þegar Snæfell vann fjórtán stiga sigur á Val, 60-46, í Vodafone-höllinni á Hliðarenda í Dominosdeild kvenna í körfubolta í kvöld.

Berglind skoraði öll tíu stigin sín í fjórða leikhlutanum sem Snæfellsliðið vann 14-4 þar af setti hún tvo þrista í röð sem komu Snæfelli í 54-42 í upphafi fjórða leikhlutans. Frábær vörn Snæfells í lokaleikhlutanum og framlög Berglindar í sókninni gerðu út um leikinn sem var lengi í járnum.

Valur var 14-11 yfir eftir fyrsta leikhlutann og einu stigi yfir í hálfleik, 30-29. Snæfell var fjórum stigum yfir, 42-46, fyrir lokaleikhlutann og byrjaði hann síðan á 8-0 spretti.

Alda Leif Jónsdóttir og Kieraah Marlow voru stigahæstar hjá Snæfelli með 14 stig hvor, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 11 stig og Berglind skoraði síðan 10 stig.

Jaleesa Butler var með 23 stig og 15 fráköst hjá Val og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 10 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×